Alþjóðleg samtök endurskoðenda

Alþjóðleg sambönd
Endurskoðendur hafa með sér alþjóðleg sambönd og starfa eftir alþjóðlegum stöðlum. Alþjóðasamband endurskoðenda IFAC (The International Federation of Accountants) er stærsta sambandið en einnig eru starfandi önnur hagsmunasamtök endurskoðenda eins og Evrópusamband endurskoðenda FEE og NRF Norræna endurskoðendasambandið.


IFAC

IFAC – (The International Federation of Accountants) Alþjóðasamband endurskoðenda var formlega stofnað á ráðstefnu endurskoðenda í München árið 1977. Til IFAC teljast nú 157 félög frá 122 löndum með um 2,5 milljónir endurskoðenda innan sinna vébanda. Stjórn IFAC samanstendur af 21 fulltrúum frá 18 aðildarsamtökum.

 

ACE Evrópusamband endurskoðenda

Evrópusamband endurskoðenda, Accountancy Europe (ACE) er samband endurskoðendafélaga í Evrópu.


NRF Norræna endurskoðendasambandið

Norræna endurskoðendasambandið (NRF) var stofnað árið 1931 og telst það vera elstu samtök endurskoðenda í heiminum. FLE varð aðili að sambandinu á árinu 1939.

 

IASC Alþjóða reikningsskilastofnunin

IASC Foundation (International Accounting Standards Committee Foundation). Alþjóðlegu reikningsskilastaðlarnir (IFRS-International Financial Reporting Standards) eru gefnir út af Alþjóðlega reikningsskilaráðinu (IASB-International Accounting Standards Board).