Löggilding

Löggiltir endurskoðendur eru þeir einu sem mega kalla sig endurskoðendur og eru réttindi þeirra og skyldur tryggð í lögum um endurskoðendur nr. 94/2019. Endurskoðendaráð sér um löggildinguna, annast prófin, gefur út löggildingarskírteini til handa endurskoðanda og á heimasíðu þeirra er að finna allar upplýsingar um löggildinguna og prófnefnd ráðsins

Löggiltir endurskoðendur geta lagt inn réttindi sín ef þeir vilja, svo fremi sem mál viðkomandi er ekki til meðferðar hjá endurskoðendaráði. Sjá innlögn réttinda.