Um löggildingu til endurskoðunarstarfa

Til þess að öðlast löggildingu til endurskoðunar verður viðkomandi að standast próf sem prófnefnd annast. Endurskoðendaráð skipar nefndina til fjögurra ára í senn. Próf skulu haldin að jafnaði einu sinni á ári  (venjan er að halda þau í október) og er það ráðherra efnahags- og viðskiptaráðuneytis sem gefur út löggildingarskírteini handa endurskoðanda.

Til þess að fá að þreyta prófið þarf viðkomandi að hafa lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá viðurkenndum háskóla. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík sem bjóða upp á þessar námsleiðir falla báðir í þann flokk. Til viðbótar þarf að ljúka verklegri vinnu á endurskoðunarstofu sem jafngildir þremur árum eða 4950 klukkustundum sem staðfesta þarf til prófnefndar. Þá gildir hið sama og um endurskoðendur að mannorð skal vera óflekkað. Nánar er kveðið á um fyrirkomulag prófa í reglugerð nr. 589/2009 um próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa. 

FLE er gert að halda skrá yfir nema sem send er árlega til Endurskoðendaráðs sem prófnefnd heyrir undir. Því er mikilvægt að vera skráður sem nemi hjá endurskoðunarfyrirtækjum því prófnefnd styðst við listann þegar menn óska eftir að þreyta prófin. Núverandi prófnefnd var skipuð af Fjármálaráðherra í júlí 2009, en hana skipa: 

Árni Tómasson, formaður

arnitom@simnet.is

Sæmundur Valdimarsson

svaldimarsson@kpmg.is

Sigrún Guðmundsdóttir

sigrun.gudmundsdottir@is.pwc.com

 

 

 

Um innlögn löggildingar 

Mjög einfalt er að leggja inn réttindin – þú sendir bara tölvupóst á tengiliðinn í ANR Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið harpa.theodorsdottir@anr.is og óskar eftir innlögn.

Sjá lög um endurskoðun nr. 79/2008 "24. gr. Endurskoðandi getur lagt inn réttindi sín og falla þá niður réttindi og skyldur hans sem endurskoðanda nema annað leiði af lögum. Endurskoðandi getur ekki lagt inn réttindi sín ef mál hans er til meðferðar hjá endurskoðendaráði nema með heimild endurskoðendaráðs enda séu annmarkar óverulegir."

Innlögn felur í sér að viðkomandi má ekki kalla sig löggiltan endurskoðenda lengur og ekki árita. Það má hins vegar gera skattaframtöl, aðstoða við reikningsskil, ársuppgjör og endurskoðun fyrirtækja (sem ekki eru lögbundin). Þegar þú hefur sent tilkynningu á ráðuneytið þá tekur það einhvern tíma að vinna þetta í ráðuneytinu sem sendir FLE svo staðfestingu og þá ertu tekinn af skrá félagsins.  Hægt er að vera með aðild að FLE áfram, á hálfu gjaldi, en með því fylgir allur pakkinn sem félagsmenn hafa (aðgang að innri vef, félagsafslátt að öllum viðburðum félagsins, FLE- blaðið o.fl.). Oft er gott að gera þetta a.m.k. fyrsta árið meðan þetta er allt að ganga yfir og sjá svo til hvað þú nýtir af þessu.

Ef viðkomandi hins vegar kýs að fá löggildinguna aftur – þá þarf að óska eftir því við ráðuneytið og um leið að sýna fram á að þú hafir sótt endurmenntun sem samsvarar 3ja ára tímabili – fyrir endurnýjun.

Sjá lög um endurskoðun nr. 79/2008 "24. gr. 2. ml. Hafi endurskoðandi lagt inn réttindi sín skal veita honum þau á ný eftir umsókn hans án endurgjalds ef hann fullnægir orðið öllum skilyrðum til að njóta þeirra og sanni að hann hafi uppfyllt endurmenntunarkröfur þriggja ára tímabils.