Bæklingar

Áritanir og staðfestingar endurskoðenda

Endurskoðunarnefnd FLE hefur tekið saman upplýsingar um fjölbreytta þjónustu endurskoðenda með yfirskriftinni: Áritanir og staðfestingar endurskoðenda.

 

Útboð endurskoðunarþjónustu
Talsverð umræða hefur verið undanfarin misseri um útboðsmál í endurskoðun. Stjórn FLE gefur því út bæklinginn Útboð endurskoðunarþjónustu - vegvísir sem Siðanefnd FLE vann fyrir félagið.

Vegvísirinn tekur fyrst og fremst mið að þörfum almennra kaupenda endurskoðunarþjónustu, það er stór, meðal og lítil fyrirtæki, stfnanir, félagasamtök og sambærilegra aðila. FLE hvetur alla þá aðila sem kaupa endurskoðunarþjónustu til að kynna sér efni vegvisisins. Í bæklingnum er einnig að finna útboðsleiðbeiningar.

 

Endurskoðandinn
Í janúar 2011 gaf endurskoðunarnefnd FLE út bæklinginn: Endurskoðandinn - Umhverfi, hlutverk, ábyrgð.Eins og segir í inngangi bæklingsins er markmiðið með honum að auka skilning á hlutverki og ábyrgð endurskoðenda m.a. með því að svara spurningum eins og: 

  • Hver ber ábyrgð á gerð ársreiknings?
  • Hvað er endurskoðun?
  • Hvaða faglegu kröfur eru gerðar til endurskoðenda?
  • Hver eru helstu verkefni endurskoðenda?
  • Hvernig ber að skilja mismunandi áritanir? 

 

Kynningarbæklingur um  endurskoðendastarfið
Endurskoðun er undarlegt nafn á námi fyrir framsækið nútímafólk sem vill komast í fjölbreytt hálaunastörf og láta að sér kveða í lífinu. Hér má nálgast kynningarbæklinginn.