Ný leiðbeinandi tilmæli FME nr. 4-2015

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á dreifibréfi til endurskoðenda sem varðar leiðbeinandi tilmæli nr. 4/2015 um samskipti Fjármálaeftirlitsins við ytri endurskoðendur eftirlitsskyldra aðila sem jafnframt eru einingar tengdar almannahagsmunum og boð á kynningarfund hjá Fjármálaeftirlitinu um efni þeirra 22. október nk. kl. 14:00.

Eftirlitsskyldir aðilar sem jafnframt eru einingar tengdar almannahagsmunum eru viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki, lífeyrissjóðir og vátryggingafélög svo og aðrir eftirlitsskyldir aðilar (4 talsins) sem eru útgefendur verðbréfa sem skráð eru á kauphöll.

Hér má nálgast FME tilmæli nr. 4/2015