Descartes notendaþing

Notendaþing Descartes á Íslandi er ætlað notendum og þeim sem vilja kynna sér endurskoðunarkerfið.

Notendaþing Descartes á Íslandi er ætlað notendum og þeim sem vilja kynna sér endurskoðunarkerfið SKRÁ MIG HÉR.

Haldið í fundaraðstöðu FLE, Suðurlandsbraut 6 þann 5. nóvember 2014, kl. 10-12
Björn Óli Guðmundsson og Níels Guðmundsson, endurskoðendur hjá Enor leiða þingið
Þingið veitir 2 einingar í endurskoðun, verð kr. 9.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en 12.000 fyrir aðra

Notendaþingið er viðburður þar sem kynntar eru nýjungar í Descartes, breytingar á kerfinu og notendur geta komið reynslu sinni á framfæri og haft áhrif á þróun endurskoðunarkerfisins. Þessi kynning er mikilvæg fyrir endurskoðendur og starfsmenn þeirra  við að tileinka sér notkun á Descartes sem og alla þá endurskoðendur sem hafa áhuga á að kynna sér þennan athyglisverða hugbúnað og þá möguleika sem hann býður upp á. 

Hér má nálgast lýsingu og dagskrá þingsins.