Endurskoðunardeginum lauk með fortíðarþrá

Diana Hillier r
Diana Hillier r
Það var mannmargt á Endurskoðunardegi FLE á Grand hóteli í dag þegar endurskoðendur komu saman til að fræðast um sín hjartans mál.

Það var mannmargt á Endurskoðunardegi FLE á Grand hóteli í dag þegar endurskoðendur komu saman til að fræðast um sín hjartans mál.

Dagurinn hófst með því að Sturla Jónsson formaður FLE setti ráðstefnuna og að því loknu tók Jón Rafn Ragnarsson við og fjallaði um einföldun á endurskoðun lítilla fyrirtækja. Svo fjallaði Úlfar Andri Jónasson um vinnugögn, varðveislu þeirra og upplýsingaöryggi. Þá tók Diana Hillier við og talaði um mikilvægi endurskoðunar, þróun mála og áherslur ESB á endurskoðunarmarkaðinum.

Að erindi hennar loknu fór Elín Hanna Pétursdóttir yfir ákvörðun mikilvægismarka og að endingu leit Alexander G. Eðvarðsson um öxl þegar hann fjallar um endurskoðun í gamla daga. Ekki var laust við að fortíðarþráin svifi yfir hópnum þegar menn flýttu sér aftur í vinnuna.