Gæðaeftirlit og framkvæmd þess

G
G
Endurskoðendaráð er skipað samkvæmt lögum um endurskoðendur nr. 79/2008. Ráðið hefur eftirlitshlutverk með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum og sér til þess að gæðaeftirlit fari fram.

Nú er verið að framkvæma gæðaeftirlit á gæðakerfum endurskoðunarfyrirtækja samkvæmt ákvörðun Endurskoðendaráðs. Ráðið er skipað samkvæmt lögum um endurskoðendur nr. 79/2008. Það hefur eftirlitshlutverk með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum  og sér til þess að gæðaeftirlit fari fram. Félag löggiltra endurskoðenda hefur séð um framkvæmd gæðaeftirlitsins sem fer þannig fram:

  • Endurskoðendaráð velur með útdrætti hverjir sæta skuli eftirliti hverju sinni og tilkynnir það skriflega til viðkomandi.
  • FLE hefur síðan samband við þann sem sætir eftirliti, upplýsir um ferlið og hvaða gæðaeftirlitsmaður muni framkvæma eftirlitið.
  • Þegar viðkomandi hefur samþykkt ferlið og eftirlitsmanninn þá fer gæðaeftirlitið fram í samráði milli aðila.
  • Eftirlitsmaðurinn gerir skýrslu og sendir á gæðanefnd FLE sem yfirfer og gerir athugasemdir.
  • Endanleg skýrsla fer til þess sem sætir eftirliti og eftir undirritun hans og gæðaeftirlitsmannsins er skýrslan send til Endurskoðendaráðs.
  • Endurskoðendaráð tekur skýrsluna til skoðunar og sendir síðan bréf til viðkomandi aðila þar sem fram koma ábendingar eða athugasemdir og óskað eftir frekari skýringum eftir atvikum. Framhald málsins fer svo eftir endanlegri niðurstöðu ráðsins.