Gleðistund FLE

FLE býður félögum til GLEÐISTUNDAR á Grand hóteli við upphaf nýs starfsárs föstudaginn 5. september þar sem meðal annars verða kynntar breyttar áherslur varðandi hádegisfundi félagsins.

FLE býður félagsmönnum til GLEÐISTUNDAR á Grand hóteli við upphaf nýs starfsárs föstudaginn 5. september þar sem meðal annars verða kynntar breyttar áherslur varðandi hádegisfundi félagsins.

GLEÐISTUNDIN hefst í Torfastofu (barinn) kl. 15 þar sem félagið býður upp á léttar veitingar í föstu og fljótandi formi en þegar klukkan nálgast fjögur verður haldið í Hvamm þar sem formaður ætlar að segja nokkur orð í tilefni af nýju starfsári. Að því loknu kemur Þorsteinn Guðmundsson grínisti og tekur endurskoðendur á beinið. Samkomunni lýkur svo með gleðistund á barnum þar sem menn geta keypt veitingar á vægu verði (tveir fyrir einn tilboð).

Endilega skráðu þig hér svo við vitum hve margir ætla að mæta og athugið að hádegisfundur sem var áætlaður 3. september fellur niður.