Morgunkorn 19. mars - Gæðaeftirlitið 2014

FLE boðar til morgunkorns 19. mars, kl. 8-10:30. Fjallað verður um gæðaeftirlit endurskoðenda sem fram fór á árinu 2014.

FLE boðar til morgunkorns á Grand hóteli fimmtudaginn 19. mars, kl. 8-10:00.   Fjallað verður um gæðaeftirlit endurskoðenda sem fram fór á árinu 2014. SKRÁ MIG HÉR. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. Þátttökugjald kr. 10.000 og skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 18. mars. 

Í upphafi fundarins mun Bryndís Björk Guðjónsdóttir, formaður Gæðanefndar FLE fara stuttlega yfir framkvæmd gæðaeftirlitsins. Pálína Árnadóttir endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðendaráði ætlar svo að fara yfir helstu niðurstöður Gæðaeftirlits 2014 og framkvæmd eftirlits sem framundan er. Í lokin verður svo tími í fyrirspurnir og umræður. Morgunkornið er opið öllum félagsmönnum og veitir tvær endurmenntunareiningar í flokknum endurskoðun.