Morgunkorn - skattur, undanskot og eftirlit

Fimmtudaginn 21. maí verður haldið morgunkorn á Grand hóteli kl. 8-10 og hefst með morgunverðarhlaðborði. Efnið er skattur undanskot og eftirlit.

Morgunkorn um skattskyldu manna vegna gistingar annars vegar og eftirlitsaðgerðir vegna undanskota á vörslu- og innheimtusköttum hins vegar verður haldið 21. maí á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR.

Alexandir G. Eðvarðsson, endurskoðandi fer yfir boðaðar breytingar á lögum um gististaði vegna heimagistingar og skattskyldur manna af þeim tekjum verða kynntar. Hér er um að ræða bæði tekjuskatt og virðisaukaskatt.

Sigurður Jensson sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra fer yfir eftirlitsaðgerðir RSK og nýjar lagaheimildir til að stemma stigu við undanskotum á vörslu- og innheimtusköttum. Einnig breytingar á framgangi eftirlits gagnvart stærri lögaðilum og nýjar áherslur í því samhengi.

Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en kr. 16.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 21. maí 2015. Morgunkornið gefur 2 einingar í flokknum skatta- og félagaréttur. Hér má nálgast dagskrána.