Morgunkorn um leigusamninga

Skilgreining og flokkun leigusamninga skipta miklu máli varðandi meðhöndlun þeirra í skattskilum og reikningsskilum, bæði fyrir leigusala og leigutaka, en reikningsskil og skattskil hafa ekki að öllu leyti farið saman í framkvæmd.

Morgunkorn um leigusamninga og meðferð þeirra í skatt-og reikningsskilum verður haldið 22. maí á Grand hóteli kl. 8-10.  Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR

Skilgreining og flokkun leigusamninga skiptir miklu máli varðandi meðhöndlun þeirra í skattskilum og reikningsskilum, bæði fyrir leigusala og leigutaka, en reikningsskil og skattskil hafa ekki að öllu leyti farið saman í framkvæmd. Fyrirlesarar munu leitast við að varpa ljósi á reglur og framkvmd að því er varðar skattskil, reikningsskil og gengistryggingu. Hér er nánari lýsing á morgunkorninu. 

Morgunkornið gefur 2 einingar (ein í flokknum skatta- og félagarétti og ein í reikningsskilum). Þátttökugjald er kr. 11.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra. Skráningarform og nánari upplýsingar verða settar á vefinn þegar nær dregur.