Námskeið - Tekjur af samningum við viðskiptavini - IFRS 15

Fimmtudaginn 16. apríl verður haldið námskeið á Grand hóteli kl. 13-16. Efnið verður um reikningsskil, IFRS 15 sem fjallar um tekjur af samningum við viðskiptavini.

Fimmtudaginn 16. apríl verður haldið námskeið á Grand hóteli, daginn fyrir Endurskoðunardaginn kl. 13-16. SKRÁ MIG HÉR. Efnið verður um reikningsskil, IFRS 15 sem fjallar um tekjur af samningum við viðskiptavini. Leiðbeinendur verða þau Anna María Ingvarsdóttir og Unnar Friðrik Pálsson endurskoðendur. Námskeiðið veitir 3 endurmenntunareiningar í reikningsskilum. Verðið er 18.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 24.000 fyrir aðra.

Á námskeiðinu verður farið yfir nýjan alþjóðlegan reikningsskilastaðal um tekjuskráningu sem kemur til með að leysa af hólmi núgildandi staðla og túlkanir sem gilda um tekjur af sölu á vöru og þjónustu. Staðalinn mun að öllum líkindum taka gildi frá og með árinu 2017. Farið verður yfir einstök skref í svokölluðu fimm skrefa líkani staðalsins sem nauðsynleg eru til að ákvarða hvenær skuli færa tekjur og við hvaða fjárhæð. Þátttakendur fá raunhæf dæmi og verkefni að glíma við. Hér má nálgast námskeiðslýsinguna.