Námskeið - sviksemisáhætta við endurskoðun

FLE gengst fyrir námskeiði fimmtudaginn 15. janúar, daginn fyrir skattaráðstefnu félagsins kl. 13-16 á Grand hóteli. Efnið að þessu sinni verður sviksemisáhætta við endurskoðun.

FLE gengst fyrir námskeiði fimmtudaginn 15. janúar, daginn fyrir skattaráðstefnu félagsins kl. 13-16. SKRÁ MIG HÉR. Efnið að þessu sinni verður sviksemisáhætta við endurskoðun (ISA 240). Leiðbeinendur verða þær Katrín Gústavsdóttir og Helga Hjálmrós Bjarnadóttir, endurskoðendur hjá PwC.

Í námskeiðinu verður farið yfir skilgreiningu á sviksemi, ábyrgð endurskoðenda, greiningu og mat á áhættunni, viðbrögð endurskoðenda og sniðgöngu stjórnenda. Þá er fjallað um yfirferð og prófun færslna í fjárhagsbókhaldi og tilkynningarskyldu endurskoðenda. Þátttakendur fá raunhæf dæmi og verkefni að glíma við.

Námskeiðið gefur þrjár endurmenntunareiningar í endurskoðun og kostar kr. 18.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en kr. 24.000 fyrir aðra. Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar.