Frá orði til áhrifa - námskeið FLE

Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun verður leiðbeinandi á námskeiðinu: Frá orði til áhrifa sem haldið verður á Grand hóteli Reykjavík, fimmtudaginn 27. október kl. 13-16. SKRÁ MIG HÉR.

Markmið námskeiðsins er að auðvelda þátttakendum að hafa áhrif á hlustendur sína með orðum og atferli. Farið verður yfir helstu þætti eins og undirbúning, skilgreiningu á markhóp, bakgrunni og væntingum áheyrenda og markmið framsetningar. Besta leiðin fyrir fyrirlesara til að ná athygli og halda henni er að koma efninu frá sér með sannfæringu, krafti og eldmóð. Með því að hækka og lækka róminn, beita líkamstjáningu, nota svipbrigði, handahreyfingar, endurtekningar og þagnir getur fyrirlesari hrifið áheyrendur með sér. Sjá nánar hér.

Námskeiðið gefur þrjár endurmenntunareiningar í flokknum siðareglur og fagleg gildi og kostar kr. 18.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 24.000 fyrir aðra.