Gleðistund FLE - kynning á vetrarstarfinu

FLE býður til GLEÐISTUNDAR á Grand hóteli við upphaf nýs starfsárs föstudaginn 4. september. GLEÐISTUNDIN hefst í Setrinu kl. 16 þar sem félagið býður upp á léttar veitingar í föstu og fljótandi formi til kl. 17 en þá hefst gleðistund hótelsins (tveir fyrir einn tilboð á barnum).

Dagskráin er þessi:

16:15                     Sturla Jónsson formaður fer yfir hvers ber að vænta á nýju starfsári
16:20                     Auðunn Guðjónsson einvaldur innanlands golfdeildar félagsins, fer yfir úrslit í
                             golfmóti FLE sem haldið verður fyrr um daginn og veitir verðlaun

16:30                     Ari Eldjárn – sviðið er hans til að grínast í endurskoðendum

Endilega skráðu þig hér svo við vitum hve margir ætla að mæta. Að lokum þá fá félagsmenn 15% afslátt af matseðli hótelsins og því tilvalið fyrir vina/vinnuhópa að enda gleðina með því að borða saman á veitingahúsi Grand hótels. Borðapantanir eru á eigin vegum.