Haustráðstefna 2016

Haustráðstefna FLE 2016 verður haldin á Grand hóteli, föstudaginn 28. október. SKRÁ MIG Hér.  Ráðstefnan verður með vinnustofufyrirkomulagi eins og undanfarin ár. Að vanda er efnið fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan. Hver og einn getur valið þrjár vinnustofur af fimm sem í boði eru. Ráðstefnan gefur samtals 5 einingar, en hvar þær falla fer eftir vali á vinnustofum. Þátttökugjald er kr. 34.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra. Innifalið í verðinu er smáréttahlaðborð í hádeginu. Skráningu lýkur kl. 12, þann 25. október. Strax að lokinni ráðstefnu verður svo aðalfundur félagsins. 

Að þessu sinni verður þátttakendum ráðstefnunnar boðið á forsýningu (2 miðar á mann) á bíómyndinni "The Accountant" og þurfa þeir sem þiggja boðið að haka við það í skráningarforminu. Forsýningin verður í Kringlubíó kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 27. október. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem gerðar eru bíómyndir um endurskoðendur. Hér er hægt að sjá kynningarvideó. Betra er að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér miða – því þeim er úthlutað á grundvellinum „fyrstir skrá – fyrstir fá“. 

Hér er ítarlegri ráðstefnudagskrá.

Hér er dagskráin í stuttu máli:
1. Ráðstefnan sett - Margrét Pétursdóttir, formaður FLE
2. Steinar Kvifte  fjallar um stöðu og framtíðarhorfur IFRS staðlanna og gott ef hann minnist ekki á fjármálakreppuna
    líka.

3. Vinnustofur endurteknar í þremur lotum

  • Vinnustofa 1 er um nýjar áritanir, umsjón: Endurskoðunarnefnd FLE
  • Vinnustofa 2 fjallar um árangursríka liðsheild, umsjón: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur
  • Vinnustofa 3 er um reikningsskil: IFRS 15, innlausn tekna, umsjón: Hjördís Ýr Ólafsdóttir og Hólmsteinn Ingi Halldórsson endurskoðendur
  • Vinnustofa 4 er um mögulegar umbætur á skattkerfinu, umsjón: Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs HÍ
  • Vinnustofa 5 fjallar um svindl og svínarí, umsjón: Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur og Bjarni Karlsson prestur

5. Aðalfundur FLE hefst strax að lokinni ráðstefnunni um kl. 14:00 – formlegt aðalfundarboð verður sent út er nær dregur.