Haustráðstefnan 30. október

Haustráðstefna FLE 2015 verður haldinn á Grand hóteli, föstudaginn 30. október. SKRÁ MIG Hér.  Ráðstefnan verður með vinnustofufyrirkomulagi eins og undanfarin ár. Að vanda er efnið fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan. Hver og einn getur valið þrjár vinnustofur af fimm sem í boði eru. Ráðstefnan gefur samtals 5 einingar, en hvar þær falla fer eftir vali á vinnustofum. Þátttökugjald er kr. 34.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra. Innifalið í verðinu er smáréttahlaðborð í hádeginu. Skráningu lýkur kl. 12, þann 27. október. Strax að lokinni ráðstefnu verður aðalfundur félagsins sem lýkur með léttum veitingu í tilefni af formannsskiptum.

Hér er ítarlegri ráðstefnudagskrá.

Hér er dagskráin í stuttu máli:
1. Ráðstefnan sett - Sturla Jónsson, formaður FLE
2. Jens Röder framkvæmdastjóri NRF fer yfir viðbrögð hagsmunaaðila við staðlinum,
3. stöðuna í dag og hvernig hann sér fyrir sér framhaldið.
4. Vinnustofur endurteknar í þremur lotum

  • Vinnustofa 1 fjallar um lok endurskoðunar, umsjón: Áslaug Rós Guðmundsdóttir og Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðendur
  • Vinnustofa 2 er um markmið og mælistikur (OKRs stjórnunaraðferðina), umsjón: Þórlindur Kjartansson, sérfræðingur
  • Vinnustofa 3 er um reikningsskil: birgðir – verk í vinnslu, umsjón: Guðmundur Örn Árnason, endurskoðandi og Helgi Einar Karlsson, sérfræðingur
  • Vinnustofa 4 er um milliverðlagningu og aðkomu endurskoðenda við skattframtalsgerð, umsjón: Ragnhildur E Lárusdóttir og Vigdís Sigurvaldadóttir, lögfræðingar
  • Vinnustofa 5 fjallar um samskipti og samræmingu á vinnustað, umsjón: Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar

5. Aðalfundur FLE hefst strax að lokinni ráðstefnunni – formlegt aðalfundarboð verður sent út er nær dregur. Aðalfundi lýkur á léttum veitingum.