Morgunkorn 17. mars

Morgunkorn um þjónustu bankanna við endurskoðendur verður haldið 17. mars á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR.

FLE leitaði til þriggja stærstu bankanna og óskaði eftir því að þeir myndu koma og fjalla um þjónustu sína til endurskoðenda varðandi aðgengismál að yfirlitum viðskiptavina þeirra, staðfestingar og annað sem í boði væri til að auðvelda endurskoðendum vinnu sína. Bankarnir þekktust boðið og hér er því kjörið tækifæri fyrir endurskoðendur að kynna sér hvað stendur til boða. Hver banki hefur um 30 mínútur til umráða.

  • Frá Arion banka koma Viðar Reynisson og Vilhjálmur Alvar Halldórsson. Þeir munu kynna hvernig viðskiptayfirlit eru afgreidd frá bankanum og óska eftir umræðum um hvað bankinn getur gert til þess að bæta þjónustu við endurskoðendur. 
  • Frá Íslandsbanka koma þær Hjördís Björnsdóttir og Ingunn Bernótusdóttir. Þær ætla að fjalla um aðgangsstýringuna í Fyrirtækjabanka Íslandsbanka, skoðunaraðganginn og eyðublað sem er sérstaklega hugsað fyrir endurskoðendur.
  • Frá Landsbankanum koma Hermann Þ. Snorrason og Sólrún Dröfn Björnsdóttir. Þau ætla að fjalla um netbankayfirlit af ýmsu tagi auk þess að kynna gestatengingar beint úr bókhaldskerfum með svo nefndri B2B tengingu sem felur í sér mikið hagræði.

Þátttökugjald er kr. 9.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en kr. 12.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 16. mars. Morgunkornið gefur 2 einingar - eina í endurskoðun og eina í flokknum reikningsskil og fjármál.