Morgunkorn 26. maí

Málstofa um dóm Hæstaréttar í svokölluðu Milestone máli kemur í stað morgunkorns og verður haldin 26. maí á Grand hóteli kl. 8-10:30. Boðið verður upp á einfaldan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR.

Málstofunni er ætlað að fjalla um nýlega dóma Héraðsdóms og Hæstaréttar, en á efra dómsstigi fá tveir félagsmenn dóm fyrir aðkomu sína að Milestone málinu. Farið verður yfir helstu atriði dómsins sem að stéttinni snýr með það meðal annars í huga hvaða  lærdóm megi draga af málinu.

Bryndís Björk Guðjónsdóttir endurskoðandi fer yfir málin frá bæjardyrum endurskoðenda og Heimir Örn Herbertsson, lögfræðingur og sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík fjallar um dómana frá lagalegum sjónarhóli. Að lokum verða umræður þar sem þau ræða málið og svara fyrirspurnum ásamt Gesti Jónssyni, lögmanni varnaraðila. 

Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 25. maí. Málstofan gefur 2,5 einingar í flokknum endurskoðun. Hér má finna nánari lýsingu á málstofunni.