Námskeið daginn fyrir Skattadag

Að venju verður haldið námskeið á Grand hóteli 21. janúar 2016 daginn fyrir Skattadag kl. 13-16. SKRÁ MIG HÉR. Námskeiðið er tvískipt, annars vegar er fjallað um fyrsta árs endurskoðun og endurskoðun upphafsstaðna (ISA 510) og síðan um tölvuendurskoðun.  Leiðbeinendur verða Magnús Mar Vignisson, Jana Flieglova og Björg Ýr Jóhannsdóttir sem koma öll frá PwC. Námskeiði gefur 3 einingar í flokknum endurskoðun og kostar kr. 18.000.- fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 24.000 fyrir aðra. 

Fyrsta árs endurskoðun og endurskoðun upphafsstaðna

  • Ábyrgð endurskoðenda og helstu aðgerðir vegna upphafsstaðna við fyrsta árs endurskoðun.
  • Kröfur endurskoðunarstaðla þegar ársreikningur fyrra árs/tímabils var óendurskoðaður.
  • Kröfur endurskoðanda þegar ársreikningur fyrra árs/tímabils var endurskoðaður af öðrum endurskoðanda, samskipti við fyrri endurskoðanda og yfirferð gagna.
  • Hvað telst nægjanlegt við endurskoðun upphafsstaðna og áhrif þeirra á áritun.

Tölvuendurskoðun

  • Almenn skoðun tölvukerfa og öryggi í rekstrarumhverfi þeirra.
  • Kerfisgreiningar og CAAT‘s prófanir.
  • Munur á milli staðlaðra kerfa og heimasmíðaðra kerfa.
  • Tengsl IT sérfræðinga við endurskoðunarteymið, hvenær á að sækja sérfræðiaðstoð.
  • Hver eru viðbrögð endurskoðenda við veikleikum í upplýsingatækniumhverfi.