Námskeið - yfirferð löggildingarprófsins síðasta

FLE í samstarfi við prófnefnd um löggildingarpróf munu standa fyrir námskeiði um prófið til löggildingar í endurskoðun. SKRÁ MIG HÉR. Fjallað verður um prófið samkvæmt reglugerð og úrlausn þess. Námskeiðið er fyrir alla nema í endurskoðun einkum fyrir þá sem hyggjast þreyta prófið í haust. Jafnframt eru endurskoðendur líka velkomnir. Prófgerðarmenn fara yfir og skýra lausnir á löggildingarprófinu sem haldið var 2015. Próf undanfarinna ára verða gerð aðgengileg á vef FLE. Hér getur þú nálgast ítarlegri námskeiðslýsingu. 

Með vísan til reglugerðar um endurmenntun endurskoðenda gefur námskeiðið 5 endurmenntunareiningar sem skiptast þannig: skatta- og félagaréttur 1 eining, endurskoðun 2,5 einingar, reikningsskil 1,5 einingar. Þátttökukostnaður er 25.000 fyrir félagsmenn en 34.000 fyrir aðra. 

Leiðbeinendur:
Sæmundur Valdimarsson, endurskoðandi
Sigrún Guðmundsdóttir, endurskoðandi
Símon Þór Jónsson, lögfræðingur
Ásbjörn Björnsson, endurskoðandi
Herbert Baldursson, endurskoðandi
Jón Rafn Ragnarsson, endurskoðandi