Samfélagsábyrgð í ársreikningum

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Félag löggiltra endurskoðenda standa fyrir morgunfundi um ný ákvæði í ársreikningalögum um að stór fyrirtæki skuli nú gera árlega grein fyrir samfélagsábyrgð sinni á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í (66. Gr. d, um ófjárhagslega upplýsingagjöf). SKRÁ MIG HÉR.

Þessi breyting á ársreikningalögum á við stór fyrirtæki sem uppfylla skilyrði laganna og teljast einingar tengdar almannahagsmunum. Breytingarnar endurspegla auknar áherslur út um allan heim um að fyrirtæki sýni fram á hver áhrif þeirra eru á umhverfið og samfélagið. Á fundinum verður leitast við að varpa ljósi á hvað lögin þýða fyrir íslensk fyrirtæki, en jafnframt verður miðlað lærdómi Dana af slíku lagaákvæði sem hefur verið í gildi þar í nokkur ár.

Morgunfundurinn verður 28.2.2017 kl. 8.30 – 10.00, skráning og kaffi frá kl. 8.00 á Grand Hóteli Reykjavík. Aðgangur kostar kr. 4.900 fyrir félaga í Festu og FLE Kr. 8.900 fyrir aðra. Fundurinn gefur 1,5 einingu í flokknum reikningsskil og fjármál.