Aflétting hafta - hindranir og tækifæri

Föstudaginn 4. desember verður haldinn fræðslufundur á Grand hóteli kl. 9-11. SKRÁ MIG HÉR. Fjallað verður um afléttingu gjaldeyrishafta og afleiðingar þess. 

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri ætlar að fjalla um losun fjármagnshafta og leiðina að varanlegum stöðugleika. Af því loknu ætlar Agnar Tómas Möller frá Gamma, rekstarfélagi verðbréfasjóða að fjalla um afléttingu gjaldeyrishafta, áhrif á fjármálamarkaði og fjárfestingartækifæri í kjölfar þeirra.

Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja en kr. 16.000 fyrir aðra. Fræðslufundurinn gefur tvær einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. Hér má nálgast nánari lýsingu.