Skilafrestir RSK í öndvegi

Morgunkorn um skilafresti RSK verður haldið þriðjudaginn 29. nóvember á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR.

Skilafrestir endurskoðenda á skattframtölum fyrir einstaklinga og lögaðila hafa mikið verið í umræðinni að undanförnu. Reglulega hafa FLE og RSK átt fundi um þessi mál og hafa átt sér stað ákveðnar breytingar í þeim efnum og jafnframt hefur RSK boðað að framundan séu frekari breytingar.

Gestur á Morgunkorni að þessu sinni er Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og mun hann fara yfir hvernig skil endurskoðenda gengu fyrir sig í ár. Jafnframt mun hann gera endurskoðendum grein fyrir hvort og hvaða breytingar séu fyrirhugaðar í þeim efnum. Í lokin mun félagsmönnum gefast tækifæri til að koma með fyrirspurnir til ríkisskattstjóra.

Þátttökugjald er kr. 10.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra.
Skráning er opin til kl. 15:00 mánudaginn 28. nóvember. Morgunkornið gefur 2 einingar í flokknum skatta- og félagaréttur.