Upphaf endurskoðunar - námskeið

Á námskeiðinu verður farið í fyrstu skref endurskoðunarferlisins, þ.e. upphaf, skipulagningu og  áhættumat og leitast við að tengja það gátlistum sem notaðir eru við gæðaeftirlitið. SKRÁ MIG HÉR. Leiðbeinendur eru: Áslaug Rós Guðmundsdóttir og Íris Ólafsdóttir sem hleypur í skarðið fyrir Atli Þór Jóhannsson. 

Upphaf og fyrstu skref endurskoðunar

  • Farið yfir samþykki verkefna og viðskiptasambanda
  • Áhættumat og mikilvægi þess í upphafi verkefnis og áhrif þess á endurskoðunarferlið
  • Skipulagning endurskoðunar og hvernig endurskoðunaráætlunin tengist áhættumatinu
  • Farið yfir sérstök atriði vegna endurskoðunar samstæðu

Námskeiðið verður haldið á Grand hóteli og gefur 3 einingar í flokknum endurskoðun. Þátttökukostnaður félagsmanna er kr. 18.000 en 24.000 fyrir aðra. Ítarlegri námskeiðslýsingu er að finna hér.

Athugið að stefnan er að vera með námskeið um framkvæmd og lok endurskoðunar tengt gátlistum gæðaeftirlits, í janúar 2017.