Próf til löggildingar 2011

Prófnefnd hefur sent frá sér auglýsingu um próf til endurskoðunarstarfa haustið 2011. Athugið að prófdögum hefur verið breytt á þann veg að prófin verða 18. og 21. október (en ekki 18. 20. og 21. október eins og stendur í auglýsingunni). Prófin verða því haldin svona skv. upplýsingum frá Árna Tómassyni 23. sept.:

Þriðjudagur 18. október:
Próf samkvæmt nýrri reglugerð, fyrri dagur
Próf samkvæmt eldri reglugerð, Endurskoðun
Próf samkvæmt eldri reglugerð, Reikningsskilafræði

Föstudagur 21. október:
Próf samkvæmt nýrri reglugerð, seinni dagur
Próf samkvæmt eldri reglugerð, Gerð reikningsskila
Próf samkvæmt eldri reglugerð, Skattskil og félagaréttur

Þeir sem ætla að þreyta prófin skulu tilkynna formanni prófnefndar fyrir 5. ágúst, hvaða próf þeir hyggjast þreyta. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar:

Árni Tómasson
Hraunbraut 20
200 Kópavogi. 

Til baka