Aukið gagnsæi í áritun endurskoðenda
Nú um áramótin tóku gildi breytingar á alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum sem hafa þau áhrif að áritun endurskoðenda á reikningsskil breytist talsvert og verður breytingin vonandi til þess að auka gagnsemi endurskoðunar enn frekar. Þessi breyting kemur í kjölfarið á því að notendur reikningsskila hafa kallað eftir meiri upplýsingum en hin staðlaða áritun hefur falið í sér og vilja vita meira um það hverjar eru áherslur endurskoðenda við endurskoðun og hvernig var brugðist við þeim.
Mbl.is - Viðskiptamogginn, 2. mars 2017
02.03.2017