Sjálfbærnistaðlar Evrópusambandsins (ESRS) í hnotskurn
Þessir tólf staðlar eru bara fyrsta skrefið en fleiri staðlar eru nú í vinnslu hjá EFRAG. Annars vegar er um að ræða staðla fyrir ákveðnar atvinnugreinar, þar sem skilgreindar verða kröfur um samræmda upplýsingagjöf og hins vegar staðlar sem verða sérstaklega sniðnir að litlum og meðalstórum félögum (ESRS for SMEs).
Markmið þessarar greinar er að greina frá hluta niðurstaðna rannsóknar á umhverfi og starfsháttum endurskoðunarnefnda, nánar tiltekið bakgrunni nefndarmanna, áherslum þeirra og mati á trausti og gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Bornar eru saman niðurstöður tveggja kannana höfunda á efninu, annars vegar frá árinu 2012 og hins vegar frá árinu 2016.
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 14. árg. 1. tbl. 2017
Á síðustu misserum hafa stjórnir og endurskoðunarnefndir félaga á markaði staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í störfum sínum. Í þessari grein verður farið stuttlega yfir það helsta sem þessir aðilar þurfa að hafa í huga hvað varðar upplýsingaöryggi og áhættustýringu.
Virk endurskoðunarnefnd er ráðgefandi við stjórn um ákveðna þætti í starfsemi félags, fyrst og fremst fjárhagslega, ásamt því að annast samskipti við endurskoðanda félagsins.