Að taka löggildingarpróf

FLE verður með námskeið um undirbúning og próftöku löggildingarprófa,  þriðjudaginn 21. maí kl. 10-12. Námskeiðið verður í fundaraðstöðu félagsins, 5. hæð, Suðurlandsbraut 6. Farið verður yfir hagnýt atriði er varða undirbúning fyrir löggildingarpróf og svo hvernig best er að haga vinnubrögðum í prófunum sjálfum

Námskeiðið er frítt fyrir nema með aðild að FLE en kostar kr. 13.000 fyrir aðra. SKRÁ MIG HÉR.

Leiðbeinandi verður Atli Jóhannsson endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers ehf. Atli er löggiltur endurskoðandi frá 2015 og hefur því nýlega reynslu af próftöku og hefur nokkrum sinnum áður kennt þetta sama námskeið.