Korn um reikningsskil - Ársreikningaskrá og Reikningsskilaráð 25. febrúar

Við verðum með áhugavert morgunkorn 25. febrúar um reikningsskil þar sem fjallað verður um: 1) Áhersluatriði í eftirliti Ársreikningaskár og 2) Það sem er framundan hjá Reikningsskilaráði. Morgunkorninu verður eingöngu streymt í rauntíma kl 9-11. SKRÁ MIG HÉR  en skráning er opin til kl. 15 þann 24. feb. Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja þeirra en 21.000 fyrir aðra. Slóð verður send til þátttakenda eftir að skráningu lýkur, daginn fyrir námskeiðið. Móttaka slóðar jafngildir mætingu og er þátttökugjald eftir það óendurkræft. Morgunkornið veitir 2 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil.

Efni morgunkornsins:

1) Áhersluatriði í eftirliti Ársreikningaskár: Halldór Ingi Pálsson hjá Ársreikningaskrá fylgir eftir nýútgefnu minnisblaði um áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár með reikningsskilum vegna reikningsársins sem hófst 1. janúar 2020. Áhersluatriðin eru til umhugsunar fyrir stjórnendur og þá sem koma að gerð reikningsskila félaga sem falla undir gildissvið ársreikningalaga. Þegar Halldór hefur lokið máli sínu mun hann sitja fyrir svörum Reikningsskilanefndar félagsins og geta þeir sem vilja sent spurningar á nefndina til að bera upp (sarnarson@kpmg.is).

2) Það sem er framundan hjá Reikningsskilaráði: Fulltrúar úr Reikningsskilaráði fjalla um það sem er framundan hjá ráðinu, helstu verkefni og fleira.