Árleg yfirferð löggildingarprófanna

Hin árlega yfirferð löggildingarprófanna er áætluð 7. september. 

FLE í samstarfi við prófnefnd um löggildingarpróf stendur fyrir námskeiði þar sem prófnefnd fer yfir niðurstöður síðasta löggildingarprófs sem haldið var í október 2020. Námskeiðið verður haldið 7. september á Grand hóteli kl. 12:30-17:30. SKRÁ MIG HÉR. Athugið, námskeiðið verður ekki aðgengilegt rafrænt.

Fjallað verður um prófið samkvæmt reglugerð og úrlausn þess. Námskeiðið er fyrir alla en þó sérstaklega nema í endurskoðun einkum fyrir þá sem hyggjast þreyta prófið í haust. Endurskoðendur eru að sjálfsögðu líka velkomnir. Prófgerðarmenn fara yfir og skýra lausnir á löggildingarprófinu sem haldið var 2020. Próf undanfarinna ára eru aðgengileg hér á vef FLE.

Með vísan til reglugerðar um endurmenntun endurskoðenda gefur námskeiðið 5 endurmenntunareiningar sem skiptast þannig: skatta- og félagaréttur 1 eining, endurskoðun 2,5 einingar, reikningsskil 1,5 einingar. Þátttökukostnaður er 30.000 fyrir félagsmenn en 40.000 fyrir aðra.