Morgunkorn: Eftirfylgni - álitamál í nýjum ársreikningalögum

Álitamál vegna nýrra laga um ársreikninga. Nánari eftirfylgni vegna fyrirspurna félagsmanna en í lok síðasta árs sendi FLE tölvupóst á félagsmenn og kallaði eftir spurningum og hugleiðingum sem Reikningsskilanefnd FLE tók síðan til umfjöllunar. Viðbrögð nefndarinnar voru svo birt í síðasta mánuði. Nefndin ætlar sér að fylgja eftir minnisblaði á innri vef félagsins, með umfjöllun og þá sérstaklega um þau atriði þar sem skiptar skoðanir voru um innan nefndarinnar. Leiðbeinendur verða þeir: Jón Arnar Baldurs og Atli Þór Jóhannsson.

Morgunkornið verður haldið á Grand hóteli 23. mars, kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR. Í lokin óskar Reikningsskilanefndin eftir umræðum milli félagsmanna varðandi þau álitamál sem tekin eru fyrir í minnisblaðinu. Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en kr. 15.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 22. mars. Morgunkornið gefur 2 einingar í flokknum reikningsskil og fjármál.