Endurskoðunardagurinn

Endurskoðunardagurinn 2017 verður haldinn á Grand hóteli, föstudaginn 28. apríl. Skráning hefst kl. 8 um morguninn en kl. 8:30 byrjar dagskráin. Ráðstefnan gefur félagsmönnum 4 einingar í flokknum endurskoðun. Ráðstefnugjald er kr. 24.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja, en kr. 30.000 fyrir aðra. SKRÁ MIG HÉR. Ráðstefnan er opin öllum. Ráðstefnustjóri verður Atli Þór Jóhannsson endurskoðandi. 

Dagskráin hefst á því að formaður félagsins Margrét Pétursdóttir segir nokkur orð. Að því loknu tekur Kristrún H. Ingólfsdóttir endurskoðandi við og fjallar um endurskoðun á tekjum út frá IFRS 15 staðlinum. Gestur félagsins er góðkunnur, Jens Röder framkvæmdastjóri NRF. Hann ætlar að fjalla um tvennt, annars vegar framtíð endurskoðunar og annarrar þjónustu fyrir lítil fyrirtæki og hins vegar um áhrif tölvuvæðingar á endurskoðun. Þá er komið að Sigurjóni B. Geirssyni endurskoðanda að segja frá rannsóknarverkefni um gæði reikningsskila og mikilvæga forsenduþætti fyrir gæðum endurskoðunar. Á eftir honum talar Birgir Finnbogason endurskoðandi um ný lög um Ríkisendurskoðanda og áhrif nýrra reikningsskilareglna. Að lokum ræðir svo Elín Hanna Pétursdóttir formaður Endurskoðunarnefndar FLE um nýjar áritanir og dæmi um lykilatriði endurskoðunar (KAM). Hér má nálgast ítarlegri dagskrá.