Gagnaendurskoðun, greining og úrtak

Endurskoðunarnefnd hefur lagt drög að námskeiði um gagnaendurskoðun, greiningaraðgerðir og úrtaksaðferðir. Námskeiðið verður haldið á Grand hóteli fimmtudaginn 21. september k. 13-16 SKRÁ MIG HÉR Leiðbeinandi verður Guðmundur Ingólfsson hjá Deloitte. Námskeiðið gefur 3 einingar í flokknum endurskoðun. 

Námskeiðinu er skipt upp í tvo hluta. Á fyrri hluta námskeiðsins verður farið yfir þær kröfur sem gerðar eru til greiningaraðgerða í gagnaendurskoðun í samræmi við staðal IAS 520. Tekin verða dæmi um slíkar greiningaraðgerðir meðal annars með tilliti til tekna, vaxtakostnaðar, afskrifta og fleira. Á síðari hluta námskeiðsins verður farið yfir þær kröfur sem gerðar eru þegar tekin eru úrtök við ítarlega skoðun gagna í endurskoðun. Tekin verða dæmi um hvernig úrtök eru valin. Hér geturðu nálgast ítarlegri námskeiðslýsingu.