Gleði, gleði, gleðistund

Gleðistund verður haldin fyrir félagsmenn eins og undanfarin ár og tilefnið er upphaf vetrarstarfsins. Nauðsynlegt er að skrá sig svo veitingar verði nægar SKRÁ MIG HÉR. Ungliðanefnd FLE skipuleggur viðburðinn eins og síðast. Gleðin verður haldin í Nauthól, föstudaginn 7. september kl. 17-19. FLE býður félagsmönnum upp á léttar veitingar og pinnamat.

Þegar nær dregur munum við segja frá einhverjum skemmtiatriðum eða giggi sem boðið verður uppá. Já vel á minnst, við erum búin að panta sama veður og síðast. Vonandi verður hægt að veita verðlaun fyrir golfmót félagsins við sama tækifæri.