Gleði, gleði, gleðistund

Gleðistund verður haldin fyrir félagsmenn eins og undanfarin ár og tilefnið er upphaf vetrarstarfsins. Nauðsynlegt er að skrá sig svo veitingar verði nægar SKRÁ MIG HÉR. Ungliðanefnd FLE skipuleggur viðburðinn eins og síðast. Gleðin verður haldin í Nauthól, föstudaginn 7. september kl. 17-19. FLE býður félagsmönnum upp á léttar veitingar og pinnamat.

Hinn frábæri Jón Jónsson ætlar að mæta með gítarinn og gleðja gesti með söng. Ungliðanefndin mun svo skora á gesti í létta eða þrælerfiða spurningakeppni (legg til að þið leggist yfir staðlana og allt efni til löggildingarprófs svo þau komi ekki að tómum kofanum). Já vel á minnst, við erum búin að panta sama veður og síðast. Vonandi verður hægt að veita verðlaun fyrir golfmót félagsins við sama tækifæri.