Gleðistund

Gleðistund verður haldin fyrir félagsmenn eins og undanfarin ár og tilefnið er upphaf vetrarstarfsins. SKRÁ MIG HÉR svo við getum áætlað veitingar. Ungliðanefnd FLE skipuleggur viðburðinn eins og síðast. Gleðin verður haldin í Nauthól, föstudaginn 20. september kl. 17-19. FLE býður félagsmönnum upp á léttar veitingar og pinnamat. Hin geysivinsæla "hvítvínskona" Hjálmar Örn kemur og verður með uppistand og svo verður skellt í PubQuiz sem kallast víst BarSvar á íslensku. Liðið sem vinnur fær vinninga við hæfi. Takið frá daginn, en þetta verður að kvöldi Reikningsskiladags og allir skilafrestir RSK liðnir og því tilvalið að skemmta sér saman.