Gleðistund fyrir alla endurskoðendur

Gleðistund fyrir félagsmenn í upphafi vetrar 2017 eins og undanfarin ár og tilefnið er upphaf vetrarstarfsins. Nauðsynlegt er að skrá sig svo veitingar verði nægar SKRÁ MIG HÉR. Ungliðanefnd FLE skipulagði viðburðinn sem verður með nýju sniði. Gleðin verður haldin í Nauthól, föstudaginn 8. september kl. 17-19. FLE býður félagsmönnum upp á léttar veitingar og pinnamat.

Spunahópurinn Improv Iceland sem spinnur leikverk út frá einu orði sem einhver í salnum varpar fram,  mætir á staðinn og verður forvitnilegt að sjá þau leika orð eins og óhæði, tvísköttun, fjármálagernig eða IFRS svo ekki sé minnst á debit og kredit.

Þá eru nokkrar líkur á því að formaður félagsins taki til máls. Og svo til að hafa þetta alveg á hreinu þá er þetta ekki golfviðburður, en tækifærið verður samt nýtt til að veita viðurkenningar fyrir golfmót félagsins.