Haustráðstefna og aðalfundur FLE

Haustráðstefna FLE 2017 verður haldin á Grand hóteli, föstudaginn 10. nóvember. SKRÁ MIG Hér.  Ráðstefnan verður með vinnustofufyrirkomulagi eins og undanfarin ár. Að vanda er efnið fjölbreytt og hver og einn getur valið þrjár vinnustofur af fimm sem í boði eru. Ráðstefnan gefur samtals 5 einingar, 2 fyrir ráðstefnuna sjálfa og þrjár sem fara eftir vali á vinnustofum. Ráðstefnan kostar kr. 35.000 og innifalið í þátttökugjaldinu er smáréttahlaðborð í hádeginu. Strax að lokinni ráðstefnu verður svo aðalfundur félagsins og að honum loknum verður boðið upp á léttar veitingar til að fagna með nýjum formanni. 

kl. 8:30  Margrét Pétursdóttir setur ráðstefnuna

kl. 8:40  Framtíð endurskoðenda með áherslu á lítil félög  - alþjóða horfur, áskoranir og tækifæri.  Fyrirlesarinn Russell Guthrie er framkvæmdastjóri yfir alþjóðamálum hjá IFAC.

Vinnustofur eru í þremur lotum og hefjast kl. 10:00, 11:10 og 13:00 - Boðið verður upp á eftirfarandi vinnustofur:

kl. 14:00  Aðalfundur FLE hefst í Gullteig strax að lokinni ráðstefnu

kl. 16:00  Léttar veitingar og partý til að fagna nýjum formanni FLE

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um ráðstefnuna og vinnustofurnar.