Hverju hafa nýjar áritanir skilað?

FLE heldur morgunkorn um KAM (Key Audit Matters) en nú eru tvö ár síðan að í áritun endurskoðenda á ársreikninga fyrirtækja sem hafa skráð hlutabréf í kauphöll var gert skylt að taka fram helstu lykilatriði KAM sem máli skiptu við endurskoðunina. SKRÁ MIG HÉR. Umfjöllunin á morgunkorninu verður svona:

  • Yfirlit yfir gildandi reglur, hvaðan þær koma og gildissvið
  • Efnisleg umfjöllun um þær áritanir sem eru í notkun, hvar eru þær, hvert er efni þeirra, o.fl.
  • Gagnsemi áritanna og hver er reynsla greinenda /notenda ársreikninganna
  • Í lokin verða pallborðsumræður þar sem gefst kostur á fyrirspurnum

Framsögu munu hafa þau: Sigurður M. Jónsson, endurskoðandi hjá E&Y, Margret Flóvenz, endurskoðandi hjá KPMG og Kristján Markús Bragason, hjá verðbréfamiðlun Íslandsbanka.

Morgunkornið verður haldið 24. maí á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð.  Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækjanna en kr. 16.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 23. maí og gefur það 2 einingar í flokknum endurskoðun.