Meðferð hlutafjár og eigin bréfa í reikningsskilum

FLE heldur morgunkorn þar sem Stefán Svavarsson og Jón Þ. Hilmarsson endurskoðendur  munu fjalla um efni sem þeir skoðuðu og birtu grein um í Viðskiptablaðinu á síðastliðnu ári. Umfjöllunin verður frá ýmsum hliðum bæði verður fjallað um innlenda og erlenda framkvæmd reikningsskila banka, eðli viðskipta og afleiðingar. Einnig verður farið yfir hvað hefur breyst frá hruninu í reikningsskilum og endurskoðun og hvað að þeirra mati má gera betur meðal annars með breytingum á regluverki, endurskoðunar- og reikningsskilastöðlum og með breyttu vinnulagi.

Morgunkornið verður haldið fimmtudaginn 21. mars á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR. Þátttökugjald er kr. 13.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækjanna. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 20. mars og gefur það 2 einingar í flokknum reikningsskil og fjármál.