Morgunkorn - Að toppa

FLE heldur morgunkorn um það að ná árangri. John Snorri Sigurjónsson ræðir ferð sína á K2 út frá sjónarhóli markmiðasetningar og árangursstjórnunar. Hvernig verður hugmyndin til, hvernig setur maður sér markmið og hvernig nær maður árangri. Verkefni, hugarfar, þolgæði, seigla og uppgjöf eru hugtök sem hann ræðir og líka upphaf og lok.

 

Morgunkornið verður haldið 22. febrúar á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR. Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en kr. 15.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 21. febrúar og gefur það 2 einingar í flokknum siðareglur og fagleg gildi. 

Leiðbeinandi verður John Snorri Sigurjónsson (f. 20. júní 1973) íslenskur fjallgöngumaður. Í maí 2017 varð hann fyrstur Íslendinga til þess að klífa tindinn Lhotse í Himalajafjallgarðinum, sem er 8.516 metra hár og fjórða hæsta fjall heims. Þann 28. júlí sama ár varð hann fyrstur Íslendinga til að klífa tindinn K2, sem er næst hæsta fjall veraldar, 8.611 metrar. K2 er á mörkum Kína og Pakistan og tilheyrir Karakóram-fjallgarðinum. Tindurinn er ákaflega erfiður uppgöngu og hefur mikill fjöldi manna farist við að reyna að klífa hann. Þann 4. ágúst 2017 kleif hann tindinn Broad Peak (8051 m). Það þykir einstakt afrek að klífa þrjá tinda, sem allir eru yfir 8000 metra á áttatíu dögum.