Morgunkorn um starfstíma og þjónustu endurskoðenda

ATHUGIÐ Morgunkorninu verður frestað um óákveðinn tíma. FLE heldur morgunkorn um tvennt sem varðar hagsmuni félagsmanna núna SKRÁ MIG HÉR : 1) Hvernig standa ber að útskiptingu endurskoðend og 2) Hvaða þjónustu má og má ekki veita og varðar endurskoðun á einingum tengdum almannahagsmunum. Leiðbeinendur verða þau Sigurður M. Jónsson frá EY og Auður Þórisdóttir frá KPMG. Fyrst verður fjallað um hvernig standa ber að útskiptingu endurskoðenda samkvæmt lögum um endurskoðun nr. 94/2019 og reglugerð EB 537/2014 sem er hluti laganna og fjallar um sérstakar kröfur vegna eininga tengdum almannahagsmunum (PIE). Lögð verður fram tafla um útskiptingu endurskoðenda (audit firm rotation) en hún gefur góðan grunn og útskýrir vel um hvað málið snýst. Í seinni hlutanum verður rýnt í kafla IX í lögunum en hann fjallar um endurskoðun á PIE, hvaða þjónustu má veita og á hvaða forsendum.

 

Tímasetning morgunkornsins verður auglýst þegar vitað er hvernig samkomubanni verður háttað í maí. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir félagsmenn. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 18. mars og gefur það 2 einingar í flokknum endurskoðun