Morgunkorn - Ný tækni, skattálagning og eftirlit

FLE heldur morgunkorn um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á framkvæmd skatteftirlits og skattálagningu. Þar kemur ekki síst við sögu ný tækni eins og Blockchain og gervigreind. Spáð er í hvernig skatteftirlit hefur breyst í löndunum í kringum okkur undanfarið og hvað er á döfinni. Skoðað er hvaða áhrif tækniþróunar verða á skatteftirlit til framtíðar og velt fyrir sér hvernig störf t.d. bókara og endurskoðenda muni breytast. Þessu tengdu er ný löggjöf að hafa mikil áhrif á skatteftirlit. Á meðal efnis er:
• Áhrif gervigreindar og skrifstofuróbóta á almennan rekstur fyrirtækja
• Rauntímaálagning skatta
• Virðisaukaskattsgreiðslur renna beint í ríkissjóð
• Sjálfvirknivæðing skatteftirlits
• Breytingar á skatteftirliti í ríkjum Evrópu

Morgunkornið verður haldið 22. mars á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR. Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en kr. 16.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 21. mars og gefur það 2 einingar í flokknum skatta- og félagaréttur.

Leiðbeinandi verður Soffía Eydís Björgvinsdóttir lögfræðingur og sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs KPMG. Hún var áður sérfræðingur hjá Skattstjóranum í Reykjavík og síðar deildarstjóri hjá virðisaukaskattsdeild skattstjóra Reykjanesumdæmis. Hún hóf störf hjá KPMG árið 2003 og varð partner árið 2010. Hún hefur sinnt kennslu á sviði skattaréttar við bæði Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst.