Starfsmannaleigur - morgunkorn

FLE heldur morgunkorn um starfsmannaleigur, skyldur, skatta og ábyrgð, SKRÁ MIG HÉR en þær hafa verið í brennidepli undanfarið bæði hjá stéttarfélögum og eftirlitsaðilum. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur komið til starfa á Íslandi undanfarin misseri, sér í lagi við byggingavinnu og í ferðaþjónustu. Hluti þeirra hefur komið fyrir milligöngu starfsmannaleiga og starfar í þjónustu notendafyrirtækja. Notendafyrirtæki getur borið ábyrgð á vangoldnum launum þessara starfsmanna og staðgreiðslu launa. Endurskoðendur veita notendafyrirtækjum þjónustu og geta þurft að svara hvar ábyrgð liggur og hvernig rétt sé að staðið að skilum skatta og opinberra gjalda. 

Dagskrá:
Ragnar Árnason lögmaður og forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins fjallar um starfsmannaleigur og skyldur þeirra og eins notendafyrirtækja sem kaupa af þeim þjónustuna.Hann mun einnig draga upp mynd af stöðu mála í dag. Þegar hann hefur lokið máli sínu, þá mun Vala Valtýsdóttir, lögmaður fara yfir skattalega vinkilinn hvað viðkemur starfsmannaleigum og starfsmönnum þeirra. Þá verða umræður í lokin ef tími gefst til.


Staður og stund: Morgunkornið verður haldið 22. nóvember á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð. SKRÁ MIG HÉR. Þátttökugjald er kr. 13.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækjanna en kr. 18.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 21. nóvember og gefur það 0,5 einingu í flokknum reikningsskil og fjármál og 1,5 einingu í flokknum skatta- og félagaréttur.