Morgunkorn - af borði Reikningsskilaráðs

Reikningsskilaráð er skipað af ráðherra Atvinnuvega- og nýsköpunar og hlutverk þess er að móta reglur um reikningsskil og gefa álit á því hvað teljast reikningsskilareglur á hverjum tíma. FLE hefur fengið tvo endurskoðendur úr ráðinu til að fara yfir og kynna endurskoðendum þau verkefni sem ráðið hefur verið að sýsla með síðan það var skipað. SKRÁ MIG HÉR.

Aðallega verður fjallað um reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Unnar Friðrik Pálsson fjallar um reglugerðina almennt og Sigurjón Geirsson fer yfir viðbótarupplýsingar í skýrslu stjórnar, bæði fjárhagslegar og ófjárhagslegar. Ef tími gefst til verður farið yfir önnur mál sem hafa verið og/eða eru í vinnslu hjá ráðinu.

Morgunkornið verður haldið þriðjudaginn 30. apríl á Grand hóteli kl. 8-10. Boðið verður upp á staðgóðan morgunverð.  Þátttökugjald er kr. 13.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækjanna. Skráning er opin til kl. 15:00 mánudaginn 29. apríl og gefur það 2 einingar í flokknum reikningsskil.