Morgunkorn - rétt viðhorf

Morgunkornið 21. nóvember, i verður leitt af Bergþóri Pálssyni sem ætlar að fjalla um þá auknu orku sem rétt viðhorf og rækt við líkamann hafa fært honum. SKRÁ MIG HÉR. Kvíði, hamlandi fullkomnunarárátta og áhyggjur eru á bak og burt og á öllum sviðum lífsins ríkir framkvæmdahugur og tilhlökkun.

Morgunkornið hefst kl. 8:00 þann 21. nóvember, á Grand hóteli með morgunverði og síðan hefst fyrirlesturinn. Félagsmenn verða virkjaðir til þátttöku á korninu. Verð er kr. 13.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækjanna. Skráning er opin til kl. 15:00 miðvikudaginn 20. nóv. og gefur það 2 einingar í flokknum siðareglur og fagleg gildi.

Máttur orða og hugsana er meiri en við gerum okkur grein fyrir. Enginn annar en við sjálf getum ráðið því hvað við segjum og hugsum. Okkar er því valið í hvaða átt við viljum beina athyglinni, í átt að kyrrstöðu og erfiðleikum eða góðum árangri, lífsgleði og velgengni. Farið verður í gegnum örstutta morgunrútínu sem byggist á "Optimized perforance" og gefur tóninn fyrir eftirvæntingu og fullvissu um góða niðurstöðu í verkefnum dagsins.