Morgunkorn - Samskipti stjórnarmanna við endurskoðendur og endurskoðunarnefnd

Því miður þurfum við að aflýsa fyrirhuguðum viðburði v/verkfalls á Grand Hóteli. 

Morgunkorn FLE á Grand hóteli þar sem Jón Snorri Snorrason, dósent í Háskólanum á Bifröst, Einar Guðbjartsson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Eyþór Ívar Jónsson, lektor í CBS fjalla um rannsókn sem þeir gerðu og snýr að samskiptum stjórnarmanna við ytri endurskoðendur og nefndarmenn í endurskoðunarnefndum. Rannsóknin takmarkast við félög sem skráð eru í kauphöll Íslands. Félagar eru hvattir til að koma og fara yfir niðurstöður rannsóknarinnar með þríeykinu. Rannsóknin fékk styrk úr námsstyrkja- og rannsóknarsjóði FLE 2022. 

Morgunkornið verður haldið mánudaginn 13. febrúar á Grand hóteli og verður ekki boðið upp á streymi. Boðið verður upp á morgunsnarl kl. 8 og formleg dagskrá hefst 8:20. Korninu lýkur kl. 10 í síðasta lagi. Þátttökugjald er kr. 16.000 fyrir félagsmenn en kr. 22.000 fyrir aðra. Skráning er opin til kl. 15:00 föstudaginn 10. febrúar og gefur það 2 einingar í flokknum endurskoðun.