Námskeið um eignarhlutatengdar greiðslur, sameiningar og nýjan hugtakaramma

Námskeiðinu verður skipt í þrjá hluta þar sem stiklað verður á stóru yfir reikningshaldslega meðferð á eignarhlutatengdum greiðslum (IFRS 2 og lög um ársreikninga), meginreglur um reikningsskil vegna sameininga fyrirtækja undir IFRS og laga um ársreikninga sem og þær breytingar sem gerðar voru á nýjum Hugtakaramma reikningsskila sem samþykktur var á árinu. Sjá námskeiðslýsingu hér. 

Leiðbeinendur Signý Magnúsdóttir hjá Deloitte og Atli Þór Jóhannesson hjá PwC. Fimmtudag 25. október á Grand hóteli kl. 13:00 - 16:00. Námskeiðið gefur 3 einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. Verð kr. 18.00 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 26.000 fyrir aðra. SKRÁNING HÉR.

Eignarhlutatengdar greiðslur: Fjallað verður almennt um þær reikningsskilaaðferðir sem skal beita þegar félag gerir samning um gjald fyrir vöru eða þjónustu í formi eiginfjárgerninga eða skuldar sem byggð er á verði hlutabréfa félagsins. Við yfirferðina verður horft til krafna alþjóðlegra reikningsskilastaðla og laga um ársreikninga.

Sameiningar félaga: Farið verður yfir meginreglur varðandi reikningshaldslega meðferð vegna sameininga félaga og þær umræður sem til staðar hafa verið um skilgreininguna á rekstrareiningu (e. business) og áhrif þeirrar skilgreiningar á reikningshaldslega meðferð.

Nýr Hugtakarammi reikningsskila (e.Conceptual Framwork for financial reporting): Farið verður yfir helstu breytingar sem voru gerðar á Hugtakaramma reikningsskila sem gefinn var út fyrr á árinu.