Endurskoðun rekstrarhæfis og matskenndra liða

FLE verður með fróðlegt námskeið daginn fyrir Haustráðstefnuna. Leiðbeinandi verður Margret Flóvenz. SKRÁ MIG HÉR. Námskeiðið verður á Grand hóteli Reykjavík, fimmtudaginn 31. október kl. 13-16 og býður 3 endurmenntunareiningar í flokknum endurskoðun. Verð er kr. 19.500 fyrir félagsmenn og starfsmenn endurskoðunarstofa en 28.000 fyrir aðra. Skráning til kl. 15, 30. október.

Á námskeiðinu verður fjallað um tvo endurskoðunarstaðla, annars vegar staðalinn ISA-570 um rekstrarhæfi og hins vegar ISA-540 um endurskoðun matskenndra liða. Farið verður yfir helstu ákvæði staðlanna, rætt um endurskoðunaraðgerðir og áhrif þeirra á áritun. SJá nánar hér.